Þrátt fyrir að setja mér einlæg markmið reglulega um að koma mér í form bregst mér í hvert skipti... eða hvað? Ég er mjög markmiðadrifin og skipulögð að eðlisfari þannig að ég velti fyrir mér hvað það sé sem veldur því þegar út af bregður.
Ég hef einsett mér að koma mér í form árið 2011 og datt í hug að það gæti verið ágæt leið að leyfa vinum mínum og fjölskyldu að fylgjast með mér í þetta skipti.
Ég hef því ákveðið að opinbera matar- og æfingadagbókina hérna á þessari síðu.
Ég ætla að blogga reglulega um líðan mína meðan á þessu stendur og það verður gaman að sjá hvort ég næ þannig að koma auga á það sem veldur því að halla fer undir fæti (þó ég sé auðvitað full af krafti og sjái ekki fram á neitt annað en persónulegan sigur í lok árs)! :)
Ég hef virkjað vini og vandamenn í lið með mér.
- Í vinnunni skráum við niður allar æfingar og höfum fengið Valdísi vinkonu mína sem er þjálfari í Hreyfingu til þess að mæla okkur frá toppi til táar mánaðarlega fram í júní! Fyrsta mæling er á þriðjudaginn!!
- Auk þess höfum við í vinnunni efnt til froskaáskoruninnar miklu! Í því felst að frá og með laugardeginum 22. janúar (í dag) höfum við skuldbundið okkur til að taka froskahopp með armbeygju og bæta við einu á hverjum degi í 100 daga eða fram til 2.maí 2011!
- Ég og vinkona mín.. sem ég kann nú ekki við að nefna á nafn án leyfis... höfum skráð okkur í átak hjá versluninni Líkama og lífsstíl næstu 12 vikurnar. Fyrsta mæling fór fram í gær! Það eru fínustu verðlaun í boði fyrir 1. - 3. sæti og það er auðvitað ekki að spurja að því að ég ætla mér að hreppa þau ;)